á endalausu ferðalagi...
þriðjudagur, október 12, 2004
Ég var rosalega dugleg á föstudaginn og bloggaði alveg heilan helling. Þegar ég svo ætlaði að setja það á netið þá bara virkaði það ekki.

Alla vega þá er ég í haustfríi sem eru leifar af kartöflufríi í skólum í Danmörku. Ég er búin að vera rosalega dugleg að vakna fyrir kl.8 á morgnana og læra. Ég ætla mér nú samt að taka mér frí frá bókunum á morgun.

Svo eru Mamma og Eggert að koma í heimsókn til okkar við Gústi ætlum að vera í Kaupmannahöfn á laugardaginn og svo á sunnudaginn ætlum við að taka gestina með okkur frá Kaupmannahöfn. Það verður nú fínt að hafa þau í heimsókn í nokkra daga.

Nettenginging sem er á kollegiinu er búin að vera stríða okkur. Ég sat næstum því heilann dag á skrifstofunni (hún er opin 3 var í viku 2 tíma í einu) til að reyna fá netið til að virka. Það gekk ekkert, svo talvan var tekinn og allt sett upp aftur í henni svo nú er bara að sjá hvort það virki eitthvað betur.


Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.